• IMG 3095IMG 3095IMG 3095IMG 3095IMG 3095IMG 3095Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur um allt land þann 6. febrúar ár hvert.

  Í ár tókum við upp þá nýbreytni að bjóða foreldrum að taka þátt í hópastarfi barna sinna þennan dag. Afar góð mæting var og góð stemning og þökkum við foreldrum kærlega fyrir komuna!

  Dagur leikskólans hefur það að markmiði að kynna það nám og starf sem fer fram innan leikskólans og á leikskólaárunum og fannst okkur það heppnast mjög vel með þessum hætti.

 • IMG 2888IMG 2888IMG 2888IMG 2888IMG 2888IMG 2888Við héldum að venju upp á bóndadaginn þann 20. janúar.

  Öll börn leikskólans komu í litlum hópum í salinn þar sem Guðný kynnti þeim gömlu dagana með myndum, munum og tónlist. Einnig fengu allir sem vildu að smakka hákarl frá Bjarnarhöfn. Allmargir smökkuðu og nokkrum fannst hákarlinn svo góður að þau báðu um marga bita! Allir fengu að finna lyktina af hákarlinum og fannst hún misgóð.

  Seinnipartinn buðu börnin ömmum sínum og öfum í kaffi og var afar góð mæting. Þá slógum við upp harmonikkuballi í salnum þar sem ömmur, afar og börn tóku sporið af mikilli lyst.

 • IMG 0050

   

   

  Foreldrafélag Maríuborgar gaf leikskólanum þessar veglegu gjafir í sumar og haust og viljum við þakka kærlega fyrir velhuginn. Þetta er eins og sést vandað hljómborð, hljóðnemi á standi, hljóðfæri ýmis konar, K´nex kubbar, litakubbar á myndvarpann og námsspil.

  TAKK FYRIR OKKUR KÆRU FORELDRAR!

 • mariuborg

  Velkomin öll sömul úr sumarfríi!

  Maríuborg opnaði þriðjudaginn 9. ágúst eftir fjögurra vikna sólríkt og gott sumarfrí. Hlökkum við mikið til nýs skólaárs með nýjum og spennandi verkefnum og samveru með góðu fólki, kennurum, börnum og foreldrum :)

  Mariuborg logo

Skoða fréttasafn


Foreldravefur