• Lilja Rut okkar kom með sólskin og gleði í salinn og byrjaði danskennsluna með stæl eins og henni er einni lagið! Börn fædd 2012 og 2011 koma til hennar í tíma á miðvikudögum í fjórum hópum frá 13 - 16.

  image

 • Dymbilvikan er mætt og það þýðir bara eitt, við erum að komast í páskafrí! Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska og yndislegs páskafrís!

  IMG 0589

  Í Maríuborg hefur verið stuð og stemning í dymbilvikunni, páskaföndur út um allt, söngur og gleði.

  IMG 0590

  IMG 0592

  IMG 0597

  Glaðværðin var fyrri dygð annarinnar og er vinnu með hana formlega lokið, þó að sjálfsögðu við höldum  áfram að vera með gleði í hjarta og sinni. Gleðisólir barnanna hjálpuðu mikið til við að lýsa upp skammdegið sem nú er á enda, þar sem vorjafndægur var á pálmasunnudag. Nú hefur dagurinn vinninginn yfir nóttinni og sólin sífellt heitari, fuglarnir farnir að syngja og styttist í að grænki grund.

  Kurteisi er seinni dygð annarinnar og leggjum við nú mikla áherslu á að sýna kurteisi í orðum, verki og framkomu. Við bjóðum góðan daginn, segjum má ég, viltu og takk fyrir og svo framvegis.

   

  Mars og apríl eru átaksmánuðir hjá okkur í umhverfismennt og hafa verið miklar umræður um flokkun sorps, verndun umhverfisins og sparnað vatns og rafmagns. Einnig erum við í óða önn að setja okkur ný markmið á sviði lýðheilsu, en fyrir þriðja grænfánann bættum við þeim þætti við. Við sjálf erum nefnilega líka hluti náttúrunnar og við þurfum líka að hugsa vel um okkur sjálf, eins og náttúruna okkar. Völdum við að einblína á hreyfingu, mataræði og geðrækt. Er það von okkar að fá þriðja grænfánann í nóvember á 14 ára afmæli Maríuborgar.

 • P2160096

  Þessir kátu krakkar úr Klettaborg komu í heimsókn til okkar 16. febrúar. Þau komu með strætó með kennurunum sínum Eygló og Kasiu. Þetta var svo sannarlega kærkomin heimsókn, við útbjuggum gestafatahengi með snögunum sem skólakrakkarnir notuðu síðasta sumar og einnig buðum við þeim í hádegismat. Þau skoðuðu leikskólann okkar og prófuðu leikföngin okkar. Svo buðu þau okkur öllum upp á skemmtun í salnum, börnin sungu fyrir okkur og Eygló kennari sýndi okkur leikritið um hana Gullbrá og birnina þrjá. Nú höfum við eignast nýja vini í leikskólanum Klettaborg!

  P2160095P2160102P2160112P2160116

 • Öskudagurinn var að venju haldinn hér í Maríuborg með furðufataballi, kötturinn sleginn úr tunnunni og dansað í salnum. Hér var glaðværðin ríkjandi, sem og vinsemd og kurteisi, enda börnin með dygðirnar okkar á hreinu. Eftirtektarvert var hversu ánægðir allir voru með sín furðuföt og sérstaklega hvað börnin voru dugleg að hrósa hvert öðru. Þótti okkur kennurum afar vænt um að heyra og sjá hvernig vináttan og væntumþykjan var áberandi í barnahópnum.

  IMG 1469IMG 1470IMG 1471P2100070P2100074P2100085

Skoða fréttasafn


Foreldravefur