• IMG 0050IMG 0050IMG 0050Ömmu og afa kaffið verður föstudaginn 19.janúar frá 15-16. Ath. breytt dagsetning frá leikskóladagatali.

  Einnig viljum við vekja athygli á því að næsti skipulagsdagur verður fimmtudaginn 18.janúar og er leikskólinn lokaður þann dag.

   

  Bestu kveðjur,

  Guðný og Þóra

 • Við í leikskólanum Maríuborg óskum ykkur gleðilegra jóla og farsælar á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir samstarfið á líðandi ári.

  Kær jólakveðja, starfsfókj Maríuborgar.

  helgileikur 002

 • Þann 14. nóvember á Maríuborg afmæli og í ár varð hún 15 ára!

  IMG 4683

  Af því tilefni héldum við mikla veislu, Foreldrafélagið bauð okkur upp á brúðuleikritið Íslenski fíllinn, við héldum hattaball, sungum afmælissönginn og borðuðum afmælisköku.

  IMG 4672

  Við erum svo heppin að eiga gott og fastheldið starfsfólk og fengu 11 starfsmenn sem unnið hafa 10 ár eða lengur þakkargjöf frá leikskólanum fyrir sín vel unnu störf.

  Til hamingju með daginn allir Maríuborgarar!

   

 • Þann 10. október var alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur og í tilefni hans héldu allir leikskólar í Árbæ og Grafarholti Gleðidans. Hver leikskóli bauð foreldrum að koma og dansa með börnum sínum úti undir berum himni, allir við sama lagalistann á YouTube sem útbúinn var fyrir viðburðinn. Gleðidansinn lukkaðist afar vel og vakti mikla kátínu meðal þátttakenda, sem var jú tilgangurinn. Jákvæð samvera foreldra og barna er besta forvörnin!

  IMG 3994IMG 3994IMG 3994IMG 3994IMG 3994

   

  Gleðidansinn er hluti af sameiginlegu átaksverkefni innan Árbæjar og Grafarholts sem kallast Heilsueflandi hverfi. Í því verkefni taka þátt allar helstu þjónustustofnanir hverfanna, leik- og grunnskólar, frístundaheimili, þjónustumiðstöðin, sundlaugin, bókasafnið og félagsmiðstöðvar unglinga, fullorðinna og aldraðra.

Skoða fréttasafn

Foreldravefur Reykjavíkurborgar

foreldravefur