•  

  IMG 0406

  Hún Sigrún okkar kvaddi okkur í Maríuborg í dag, en hún er að hætta eftir 14 ára starf í Maríuborg (aðeins lengur sem leikskólakennari). Hún fékk Hofsóleyjarmen í kveðjugjöf frá okkur, en að auki fékk hún að sjálfsögðu að eiga bollann sinn og Grænfána til að hafa á borðinu, en Sigrún á allan heiður að því mikla starfi sem Grænfáninn okkar byggir á.

  IMG 0427

   

  Hún gaf okkur skemmtilega bók um vináttu og þökkum við kærlega fyrir það :)

   

  Við þökkum Sigrúnu kærlega samfylgdina þessi góðu ár og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.

 • IMG 0341

   

  Sumarhátíðin okkar var haldin þriðjudaginn 28. júní og var rífandi stemmning enda ruddum við Englendingum úr EM kvöldið áður og komumst sjálf í 8 liða úrslit! Boðið var upp á andlitsmálningu og voru margir sem báðu um íslenska fánann í sigurvímu eftir fótboltaleik gærdagsins.

  IMG 0349

  Farin var skrúðganga um hverfið og kyrjað hástöfum ÁFRAM ÍSLAND en líka sungin nokkur leikskólalög og sleginn taktur með stöfum og trommum.

  IMG 0379

  Foreldrafélagið bauð að venju upp á hoppukastala sem stóðu heldur betur undir væntingum!

  IMG 0383

  Brúðubíllinn var svo með sýningu við Guðríðarkirkju sem við fjölmenntum á.

   

 •  IMG 7253

   

  Þessi flotti hópur útskrifaðist með pompi og prakt 2. júní síðastliðinn og hafa því formlega lokið sínu fyrsta skólastigi. Af því tilefni fór hópurinn í útskriftarferð "Út í bláinn" þann 7. júní. Ferðin var, eins og nafnið gefur til kynna, óvissuferð og var mikil spenna í loftinu morguninn sem lagt var af stað. Rútan kom og sótti hópinn á tilsettum tíma og var brunað beina leið upp á Akranes þar sem byrjað var á að taka út Langasand með tilliti til skemmtanagildis. Óhætt er að segja að baðströnd þeirra Skagamanna hafi staðist prófanir Maríuborgara og ekki var veðrið að spilla fyrir, brakandi sólskin og blíða.

   IMG 3211IMG 3239

   

   

   

   

  Þegar hópurinn var búinn að skipta út blautum spjörum var haldið í heimsókn til Lilju, en hún á heima á Heiðarbrautinni. Þar voru grillaðir hamborgarar og leikvöllur í nágrenninu skoðaður og prófaður.

   

  IMG 7208IMG 7218

   

  Ferðin endaði í skógrækt Akraness, en það er skógur fullur af ævintýrum!

   

   

  IMG 7232IMG 7234IMG 7236

  Þökkum við útskriftarhópnum kærlega fyrlr samveruna undanfarin ár og óskum við þeim og fjölskyldum þeirra farsældar um ókomin ár og góðs gengis í áframhaldandi skólagöngu.

 • Lilja Rut okkar kom með sólskin og gleði í salinn og byrjaði danskennsluna með stæl eins og henni er einni lagið! Börn fædd 2012 og 2011 koma til hennar í tíma á miðvikudögum í fjórum hópum frá 13 - 16.

  image

Skoða fréttasafn


Foreldravefur